Karfan er tóm.
Aðalfundur Krulludeildar fór fram í gærkvöldi, mánudagskvöldið 9. maí. Fámennt var en góðmennt á fundinum.
Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf, en auk þess var lögð fram tillaga að nýjum lögum deildarinnar og tengist það því að deildin fái sína eigin kennitölu. Tillaga stjórnar að lögum deildarinnar var samþykkt með fáeinum breytingum. Endanlega samþykkt lög verða sett hér inn á vefinn fljótlega.
Fram fóru umræður um höfðinglega gjöf sem deildinni barst á lokahófi Ice Cup og rætt um framhald á undirbúningi að fjármögnun og vinnslu á bættri aðstöðu fyrir krullufólk.
Tvær breytingar urðu á stjórn. Ólafur Hreinsson og Sævar Sveinbjörnsson gáfu ekki kost á sér áfram og koma Rúnar Steingrímsson og Haraldur Ingólfsson inn í stjórnina í þeirra stað. Hallgrímur Valsson var endurkjörinn formaður en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum á fyrsta fundi. Aðalmenn í stjórn, auk Hallgríms, eru Davíð Valsson, Gísli Kristinsson, Haraldur Ingólfsson, Ólafur Númason, Rúnar Steingrímsson og Svanfríður Sigurðardóttir.