Karfan er tóm.
Við þurfum ekki mikið – 2 skúffukökur væri mjög gott. Ef fleiri bakarar bjóða sig fram væri gott að eiga það inni fyrir næsta mót sem verður haldið á Akureyri fyrstu helgina í desember og jólasýninguna. Þeir sem geta komið með skúffuköku hafa samnand við Bryndísi, dis@akmennt.is.
Foreldrafélagið verður einnig með sölu á smávarningi sem er vel til þess fallinn að henda inn á svellið eftir að keppendur hafa lokið keppni. Slíkt gleður alltaf J
Á síðasta aðalfundi foreldrafélagsins kom fram hugmynd um að eldri iðkendur myndu gefa bangsa sem þeir hafa fengið á mótum í gegnum tíðina til að selja á vægu verði. Hér með óskum við eftir að þeir sem eiga vel með farna bangsa og vilja gefa þá til styrktar starfsemi foreldrafélagsins hafi samband við Jónu, jona@nordlenska.is eða 840 8805. Þeir sem eru tilbúnir í bakstur eru beðnir um að hafa samband við Bryndísi, dis@akmennt.is.
Að lokum viljum við minna á að fjáröflun foreldrafélagsins er nýtt til að efla starfsemi LSA og iðkendur.
Besta kveðja frá stjórn foreldrafélags LSA