10.12.2006
Frostmóti 2006 er nú lokið. Mótið gekk vonum framar og krakkarnir skautuðu allir mjög vel. Við viljum óska öllum til hamingju með árangurinn.
Námskeiðið um nýja dómarakerfið gekk afskaplega vel um helgina og var mæting góð báða dagana. Þær Elísabet Eyjólfsdóttir (formaður ÍSS) og Sigrún Mogensen (stjórnarmeðlimur ÍSS) komu að sunnan til að kenna okkar fólki á tölvukerfið sem notað er við dæmingu með nýja dómarakerfinu. Mimmi Viitanen og Helga Margrét Clarke sáu um fyrirlestra fyrir foreldra og iðkendur og námskeið fyrir tilvonandi dómara. Dómarar og tölvufólk fengu að prófa að nota nýja dómarakerfið á Frostmótinu með mjög góðum árangri.
Við viljum þakka öllum fyrir þátttökuna og hjálpina! Myndir munu koma inn bráðlega.