Karfan er tóm.
Þá er fyrri keppnisdegi í Bratislava lokið. Stelpurnar stóðu sig allar gríðarlega vel og eru glæsilegir fulltrúar SA á erlendri grund.
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir hóf keppni í gærmorgun og hafnaði í 2. Sæti með 24,52 stig í sínum flokki, pre juvenile 8. Því næst var komið að pre novice flokknum en þar átti SA 3 keppendur. Marta María Jóhannsdóttir stóð uppi sem sigurvegari í flokknum með 46,06 stig, Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir hafnaði í 2. sæti með 41,87 stig og Aldís Kara Bergsdóttir hafnaði í 9 sæti með 36,40 stig. Pálína Höskuldsdóttir skautaði stutta prógrammið sitt í gær og stendur hún í 10. sæti eftir fyrri keppnisdaginn með 23, 18 stig.
Í dag er svo komið að Rebekku Rós Ómarsdóttir en hópurinn hennar pre juvenile 10, hóf keppni klukkan 08:45. Röðin er svo aftur komin að Pálínu Höskuldsdóttir klukkan 12:40 og þá með free prógrammið sitt.
Við óskum stelpunum sem lokið hafa keppni innilega til hamingju með frábæran árangur og óskum þeim sem keppa á í dag góðs gengis.
Hægt er að fylgjast með mótinu á vefsíðunni live.huste.tv