Karfan er tóm.
Þá er glæsilegum fyrri keppnisdegi lokið á Bikarmóti ÍSS. Stelpurnar okkar stóðu sig gríðarlega vel í dag.
Mótið hófst í morgun með keppni í 8 ára og yngri B. Þar áttum við 2 keppendur að þessu sinni þær Sædísi Hebu og Magdalenu. Þær voru að keppa í fyrsta skipti á ÍSS móti og stóðu sig gríðarlega vel. Sædís Heba sigraði flokkinn með 15.15 stigum og Magdalena hafnaði í þriðja sæti með 13.67.
Því næst var komið að keppni í 10 ára og yngri B. Þar áttum við 3 keppendur þær Evu Maríu, Kristbjörgu Evu og Katrínu Sól. Þær stóðu sig allar vel í dag. Katrín Sól sigraði flokkinn með 21.11 Stig, Kristbjörg Eva hafnaði í 2 sæti með 16.63 stig og Eva María varð í 8 sæti með 13.16 stig.
Næst var komið að keppni í 12 ára og yngri B. Þar áttum við 4 keppendur þær Telmu Marý, Bríeti Berndsen Júlíu Rós og Kolfinnu Ýr. Þær stóðu sig allar mjög vel í dag. Júlía Rós sigraði flokkinn með 31.15 stig, Kolfinna ýr varð í 2. sæti með 23.81 stig, Telma Marý varð í 6. sæti með 17.60 stig og Bríet Berndsen í því 8. með 17.16 stig .
Eftir heflun og hlé hélt keppni áfram og þá var röðin komin að stúlknaflokki A. Þar héldu stelpurnar okkar okkur í mikilli spennu allan tímann eins og á undanförnum mótum. Marta María stendur efst að loknu stutta prógramminu með 26.93 stig, Aldís Kara önnur með 25.12 og Ásdís Arna þriðja með 25.01 stig.
Þá var komið að unglingaflokki A. Þar eigum við einn keppanda að þessu sinni hana Elísabet Ingibjörgu (Guggu). Gugga átti frábæran fyrri dag og er hún 6. með 28.38.
Eftir hádegi var röðin komin að keppni í unglingaflokki B. Þar áttum við einn keppanda hana Evu Björg. Eva stóð sig mjög vel í dag og hafnaði í 2.sæti með 36.30 stig.
Í hópinn okkar vantaði þær Rebekku Rós og Emilíu Rós, en þær eru báðar forfallaðar vegna meiðsla.
Mótið hefst svo aftur kl. 7:30 í fyrramálið með keppni í 8 og 10 ára og yngri A