Karfan er tóm.
Mótið hófst í morgun með keppni í 8 ára og yngri C. Í flokknum kepptu 21 stúlka og fóru fyrstu þrjú sætin til SA.
1. sæti Magdalena Sulova SA
2. sæti Indíana Rós Ómarsdóttir SA
3. sæti Sædís Heba Guðmundsdóttir SA
Heiðursverðlaun dómara fengu
Dharma Elísabet Tómasdóttir SR fyrir tækni og
Unnur Aradóttir SR fyrir túlkun
Næst hófst keppni í 12 ára og yngri C. Í flokknum kepptu 19 stúlkur og fóru fyrsta og þriðja sætið til SA stúlkna og annað sætið til SR.
1. sæti Klara Sjöfn Gísladóttir SA
2. sæti Lára Stefanía Guðnadóttir SR
3. sæti Hugrún Anna Unnarsdóttir SA
Heiðursverðlaun dómara fékk Freyja Eaton SR fyrir túlkun
Við óskum stúlkunum til hamingju með árangurinn og öllum keppendum dagsins til hamingju með flottan árangur.
Keppnin heldur svo áfram á morgun kl. 8:00 og hefst þá keppni í 10 ára og yngri C.
Hlökkum til að sjá ykkur öll í höllinni á morgun.