Fyrsta keppnisdegi á Norðurlandamótinu í Álaborg lokið

Þá er fyrri keppnisdeginum hjá stelpunum okkar lokið á Norðurlandamótinu í Álaborg og stóðu þær sig allar með miklum sóma.

Í stúlknaflokki stendur Marta María 12. að loknu stuttaprógramminu með 26.15 stig. Ásdís Arna stendur 16. með 22.71 stig og Aldís Kara 18. með 22.34 stig.

Þess má geta að Aldís Kara og Ásdís Arna eru báðar að taka þátt á sínu fyrsta Norðurlandamóti og Marta María er á sínu öðru Norðurlandamóti þrátt fyrir ungan aldur.

Í unglingaflokki stendur Emilía Rós 17. með 30.96 stig. 

Stelpurnar halda svo áfram keppni á morgun með frjálsa prógrammið kl 13:25, Aldís Kara er þriðja og Ásdís Arna fimmta í fyrsta upphitunarhóp og Marta María er fyrst í öðrum upphitunarhóp.

Keppni í unglingaflokki hefst svo klukkan 17:15 og er Emilía þriðja í fyrsta upphitunarhóp.

Við óskum stelpunum góðs gengis á morgun og hvetjum alla til að fylgjast með streymi frá mótinu sem hægt er að finna hér