31.03.2006
Nú er fyrsti keppnisdagur á Hans Lindh Trophy búinn! Mótið hófst kl. 17 og stóð til rétt rúmlega 21. Allir stóðu sig vel og voru félaginu til sóma og sýndu það að Ísland er að koma sterkt inn. Í flokki Springs B voru 23 keppendur og voru þær Helga Jóhannsdóttir, Birta Rún Jóhannsdóttir og Urður Ylfa Arnarsdóttir í þeim flokki og voru úrslitin þau að Helga lenti í 4. sæti, Birta í 11 og Urður í 13. Í Debs B var 21 keppandi og kepptu í þeim flokki þær Sigrún Lind Sigurðardóttir, Ingibjörg Bragadóttir og Telma Eiðsdóttir og urðu úrslitin þannig að Sigrún varð 7., Ingibjörg 19. og Telma 20! Þær eru allar í skýjunum yfir þessum úrslitum og getum við verið meira en stolt af þeim!