Fyrsti leikur í úrslitakeppni kvenna í kvöld

Fyrsti leikur í úrslitakeppni Toppdeildar kvenna fer fram í kvöld en SA mætir þar Fjölni í Egilshöll. Fjölnir er með heimaleikjaréttinn í seríunni en leikið er heima og að heiman þangað til annað liðið nær 3 sigrum og tryggir sér þá Íslandsmeistaratitilinn. Leikir liðanna hafa verið jafnir og spennandi allan í vetur en 6 af 8 leikjum hafa unnist með einu marki og 3 leikir hafa farið í framlengingu og vítakeppni. Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á þennan fyrsta leik í Egilshöll en leikurinn hefst kl. 19:45. 

Dagskrá úrslitakeppninnar:

1. LEIKUR:  11.mars kl.19:45 Egilshöll

2. LEIKUR: 13.mars kl.19:30 Skautahöllin Akureyri

3. LEIKUR: 15.mars kl.17:00 Egilshöll

*4. LEIKUR: 18.mars kl.19:30 Skautahöllin Akureyri 

*5. LEIKUR:  20.mars kl.19:45 Egilshöll

 

4. og 5. leikur eru háðir því að annað liðið hafi ekki þá þegar náð þremur sigrum.