19.11.2005
Gulldrengir SA fóru suður í gær til að taka þátt í "Old Boys" móti sem SR stendur fyrir. Á mótinu spila tvö lið frá Boston-svæðinu Fitchburg Kings og Fitchburg NHL. SA lék í gær við Fitchburg Kings en varð að játa sig sigrað 0-5. Fyrr um kvöldið hafði Fitchburg Kings leikið við SR og unnið þá 1-5 og töldu okkar menn að þeir yrðu þreyttir er þeir mættu okkur aðeins klukkustund síðar. En það var öðru nær Fitchburg Kings liðið var allt miklu ferskara og hressara í seinni leiknum og lá nokkuð á okkar mönnum í fyrri hálfleik sem reyndar gerðu sér erfitt fyrir með því að þrusa pekkinum hvað eftir annað frá sér án þess að leita að samherja. Staðan í leikhléi var 0-4 en allt annað var að sjá seinni hálfleikinn, gulldrengirinir fóru að spila og pressuðu oft að marki Fitchburg Kings en voru óheppnir að setja ekki eins og eitt eða tvö mörk. Í SA-liðið vantar Jóa útherja, Bigga blú-læn ,matta markverju, söbeck síkáta ofl. ofl. Allir stóðu sig vel en frábær frammistaða Maríu í markinu vakti verðskuldaða athygli.