Karfan er tóm.
Það voru Fálkar og Garpar sem áttust við í leik kvöldsins og varð leikurinn jafn og spennandi. Garpar skoruðu fyrst eitt stig en Fálkar jöfnuðu. Þá skoruðu Garpar tvö stig en Fálkar eitt stig í fjórðu umferð. Í fimmtu umferð náðu Fálkar síðan forystu með því að stela tveimur stigum en Garpar jöfnuðu í sjöttu umferðinni. Það þurfti því aukaumferð og þar tókst Fálkum að skora tvö stig og sigra 6-4.
Víkingar eru því eina liðið sem enn hefur ekki tapað leik á mótinu. Þeir hafa leikið tvo leiki en leik þeirra gegn Fífunum var frestað í kvöld. Fálkar og Garpar hafa unnið tvo leiki eins og Víkingar en hafa leikið einum leik meira. Leik Riddara við Skytturnar var einnig frestað í kvöld vegna forfalla. Frestuðu leikirnir fara fram miðvikudagskvöldið 17. nóvember.
Fjórða umferðin verður hins vegar leikin mánudagskvöldið 15. nóvember en þá eigast við Garpar-Fífurnar, Mammútar-Riddarar og Skytturnar-Fálkar. Víkingar sitja yfir. Ísumsjón verður í höndum Garpa og Fífanna.