Gimli Cup: Mammútar einir efstir

Garpar og Mammútar mætast í 4. umferðinni.
Garpar og Mammútar mætast í 4. umferðinni.


Mammútar eru einir í efsta sætinu að loknum þremur umferðum í Gimli Cup og geta tryggt sér titilinn með sigri í næstu umferð. 

Úrslit 3. umferðar:
Garpar - Skytturnar 5-8 (5-5)
Ice Hunt - Fífurnar  9-4
Mammútar - Urtur  9-5

Leikur Garpa og Skyttanna fór í framlengingu eftir að liðin höfðu skipst á að skora eitt stig í lokaumferðunum. Garpar náðu að jafna með lokasteini áttundu umferðar og voru hársbreidd frá því að stela stigi í aukaumferðinni, en Skytturnar náðu að bjarga sér með lokasteini leiksins og vinna leikinn.

Mammútar hafa unnið alla leiki sína til þessa og geta með sigri á Görpum í fjórðu umferðinni komist í fjóra vinninga og tryggt sér efsta sætið. Garpar og Urtur eru með tvo vinninga og jafnvel þótt Urtur myndu ná Mammútum að vinningum myndu Mammútar verða efstir vegna sigurs í innbyrðis viðureign. Garpar geta hins vegar viðhaldið spennu í keppninni um efsta sætið með því að sigra Mammúta. 

Leikjadagskrá og úrslit (excel-skjal).

Fjórða umferð fer fram mánudagskvöldið 26. nóvember:
Braut 2: Urtur - Fífurnar
Braut 3: Mammútar - Garpar
Braut 4: Skytturnar - Ice Hunt
Ísumsjón: Fífurnar, Garpar, Ice Hunt