Karfan er tóm.
Á braut 2 spiluðu Skyttur og Víkingar. Skytturnar voru að mæta í fyrsta sinn á þessu tímabili en það virtist ekki há þeim á nokkurn hátt þar sem þeir sigruðu Víkinga nokkuð örugglega 9-1. Víkingar voru með fimm steina inni í síðustu lotu en Skyttur áttu innsta stein sem þeim tókst að verja þannig að engin hætta var á ferðum fyrir síðasta skot Víkinga. Víkingar léku aðeins þrír þar sem aðal Víkingurinn Gísli leikur sér í sólinni á spáni.
Mammútar spiluðu við Riddarana á braut 3 og fór sá leikur í aukaumferð. Riddarar unnu þrjár fyrstu loturnar 2-1-1 en þá fóru Mammútar loks í gang og sigruðu næstu lotur 2-1-1 þannig að sjöundu lotu þurfti til að knýja fram úrslit. Þar náðu Mammútar einum stein og unnu leikinn 5-4. Ólseigir Mammútar.. Tryggvi hafði orð á því að Riddarar þyrftu að æfa úthaldið aðeis betur.
Bragðarefir spiluðu við Svartagengið á braut 4 og var sá leikur í járnum fram í fimmtu umferð þegar Bragðarefir náðu 5 steinum sem steinrotaði Svartagengið. Svartagengið náði einum stein í restina og endaði því leikurinn 8-3.
Ísinn í kvöld var mjög slæmur svo vægt sé til orða tekið enda var íshokkímót alla helgina og því ekki von á góðu þar sem ekki var búið að flæða ísinn.
Síðasti leikur umferðarinnar verður á miðvikudagskvöld þegar Fífur mæta Görpum.
Leikir kvödsins:
Önnur umferð verður leikinn næsta mánudag en þá leika Bragðarefir Mammútar-- Fífur Víkingar--Garpar Skyttur og Svartagengið -- Ridarar
Leikjataflan kemur vonandi inn á vefinn innan tíðar.