Karfan er tóm.
Rennusteinarnir leika gegn Ís-lendingum í undanúrslitum og Skytturnar gegn Mammútum.
Hvort sem segja má að Rennusteinarnir sé nýtt lið með gömlum refum eða gamalt lið með nýjum refum þá er ljóst að liðið hefur komið skemmtilega á óvart í Gimli Cup og vann alla leiki sína í riðlakeppninni. Liðið stendur því uppi sem sigurvegari í A-riðli en Mammútar urðu í öðru sætinu og fylgja Rennusteinunum í undanúrslitin.
Skytturnar unnu B-riðilinn með því að sigra Fífurnar í lokaumferð riðilsins, en Ís-lendingar fylgja þeim í undanúrslitin eftir sigur á Fálkum. Skytturnar og Ís-lendingar unnu bæði tvo leiki, en Skytturnar raðast ofar vegna sigurs í innbyrðis viðureign.
Það verða því Rennusteinarnir og Ís-lendingar sem eigast við í undanúrslitum, tvö ný lið skipuð gömlum refum, og svo hins vegar Skytturnar og Mammútar.
Úrslitin í lokaumferð riðlakeppninnar:
Rennusteinarnir - Mammútar 6-5
Svartagengið - Víkingar 1-7
Fálkar - Ís-lendingar 2-5
Fífurnar - Skytturnar 3-6
Röðin í riðlunum:
A-riðill: Rennusteinarnir, Mammútar, Víkingar, Svartagengið
B-riðill: Skytturnar, Ís-lendingar, Fífurnar, Fálkar
Leikir í undanúrslitum, mánudagskvöldið 5. desember:
Mammútar - Skytturnar
Ís-lendingar - Rennusteinarnir
Leikir í keppni um 5.-8. sæti, mánudagskvöldið 5. desember:
Svartagengið - Fífurnar
Fálkar - Víkingar
Öll úrslit má sjá í excel-skjali hér.