Karfan er tóm.
Skytturnar unnu toppslaginn gegn Mammútum í jöfnum og spennandi leik. Mammútar komust 5-0 yfir í byrjun en Skytturnar breyttu stöðunni í 5-6 eftir fjórar umferðir. Mammútar virtust komnir með pálmann í hendurnar þegar þeir skoruðu þrjú stig í næstsíðustu umferðinni og staðan orðin 8-6 en Skytturnar svöruðu í sömu mynt, skoruðu þrjú stig í lokaumferðinni og unnu leikinn 9-8. Skytturnar eru þar með einar á toppnum með fimm vinninga en Garpar halda enn sínu striki eftir góðan sigur á Víkingum, 9-3, í kvöld. Garpar eiga leik til góða gegn Üllevål og fer hann fram miðvikudagskvöldið 25. nóvember. Garpar hafa aðeins tapað einum leik, eins og Skytturnar, og geta því komist upp að hlið þeirra ef þeir sigra Üllevål. Það myndi þýða að Garpar og Skyttur myndu leika hreinan úrslitaleik í lokaumferðinni. Tvö neðstu liðin áttust einnig við í kvöld og náðu Üllevål sínum fyrsta sigri í mótinu þegar þeir lögðu Svarta gengið að velli.
Úrslit kvöldsins:
Svarta gengið - Üllevål 5-9
Mammútar - Skytturnar 8-9
Garpar - Víkingar 9-3
Leik Fífanna gegn Riddurum var frestað og fer hann fram miðvikudagskvöldið 25. nóvember. Frestaður leikur Garpa og Üllevål úr 4. umferðinni fer einnig fram á miðvikudagskvöldið.
Leikjadagskrá og öll úrslit i excel-skjali hér.