Gimli Cup: Úrslit fyrstu umferðar

Mammútar, Rennusteinarnir, Fálkar og Ís-lendingar unnu leiki sína í fyrstu umferð.

Átta lið taka þátt í mótinu, nokkurn veginn þau sömu og í nýafstöðnu Akureyrarmóti nema hvað Garpar hafa tekið sér leyfi en tveir liðsmenn Garpa fengu til sín gamla liðsfélaga og spila nú sem Rennusteinarnir.

Spilað er í tveimur riðlum og fara tvö efstu lið hvors riðils áfram í undanúrslit þar sem liðið í 1. sæti A-riðils leikur gegn liðinu í 2. sæti B-riðils og öfugt.

Í A-riðli eru Mammútar, Svartagengið, Rennusteinarnir og Víkingar, en í B-riðli eru Ís-lendingar, Skytturnar, Fálkar og Fífurnar.

Úrslit 1. umferðar:
A-riðill
Mammútar - Víkingar  6-2
Svartagengið - Rennusteinarnir  4-6

B-riðill
Skytturnar - Fálkar  0-11
Ís-lendingar - Fífurnar  5-3

Næsta umferð fer fram mánudagskvöldið 21. nóvember, en þá leika:

Braut 2: Ís-lendingar - Skytturnar
Braut 3: Fífurnar - Fálkar
Braut 4: Mammútar - Svartagengið
Braut 5: Víkingar - Rennusteinarnir

Öll úrslit og leikjadagskrá má sjá í excel-skjali hér.