Karfan er tóm.
Peter Reitmayer sonur Ivetu gestaþjálfara sem var hér hjá okkur í ágúst var hæstur í prófi í Slóvakíu og hefur þar með fengið tækifæri til þess að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikana nk, hann er aðeins 16 ára gamall. Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann og hlökkum til að fylgjast með honum þegar þar að kemur :) Hægt er að sjá brot úr dansinum hans á þessari slóð http://www.youtube.com/watch?v=r0QMfvbtqS4
Við ræddum við hann í dag...sjá meira hér.
Við höfðum samband við hann í dag, hann sagðist aðspurður um hvernig honum liði eftir að hafa náð þessum áfanga, að þetta væri hreint og beint stórkostleg tilfinning. Í prófinu hefði honum gengið mjög vel í frjálsa prógramminu en ekki eins vel í því stutta. Hann sagði að næsti keppnisstaður væri Junior grand prix í Póllandi 9.-13. september - hægt verður að fylgjast með úrslitum þar á slóðinni http://www.isuresults.com/events/fsevent00011074.htm
Um þessar mundir verða þau Peter, Ivana og mamma þeirra Iveta að æfa í Ostrava í Tékklandi.
Þegar við spurðum hann hvort að hann vildi skila einhverju til stelpnanna heima á Akureyri sagði hann: "Um yeah that i miss them all and looking forward to seeing them again hopefully soon... "