Karfan er tóm.
Reyndist þetta eina mark lotunnar. SA mætti með ferskari lappir strax í 2. lotu og Vigdís Aradóttir jafnaði leikinn þegar aðeins 15. sekúndur voru liðnar af 2. lotu. Björninn náði aftur forystunni á 12. mínútu lotunnar en þar var á ferðinni Ingibjörg Hjartardóttir eftir sendingar frá Kristínu Ingadóttur og Steinunni Sigurgeirsdóttur. SA stelpur voru þó ekki á því að missa Björninn of langt frá sér og Sara Smiley jafnaði leikinn með síðasta marki lotunnar, án stoðsendingar.
Það var mikil spenna í loftinu þegar 3. lota hófst og bæði lið börðust af krafti og héldu áfram að skiptast á að skora. Kristín kom Birninum yfir eftir sendingar frá Ingibjörgu og Steinunni og á þessum tímapuntkti virtist sem Björninn væri að ná undirtökunum. SA var þó ekki að baki dottið og Linda Sveinsdóttir jafnaði leikinn um miðbik lotunnar eftir sendingar frá Söruh Smiley og Guðrúnu Blöndal.
Þegar 5 mínútur voru eftir af lotunni náði Björninn enn einu sinni forystunni og þar var Ingibjörg aftur á ferðinni. Síðustu mínútur leiksins voru ævintýralegar. Þegar tvær og hálf mínúta var eftir fékk Björninn sína einu brottvísun í leiknum og SA gerði harða hríð að marki Bjarnarins en án árangurs. Karítas í markinu var í miklu stuði og hélt pekkinum frá möskvunum.
Þegar 29 sekúndur voru eftir af leiknum tókst Söruh að jafna leikinn eftir sendingu frá Guðrúnu Blöndal og allt ætlaði um koll að keyra. Síðustu sekúndurnar voru svo alveg hreint með ólíkindum. Þegar tvær sekúndur voru eftir tók Anna Sonja skot sem speglaðist af kylfu Guðrúnar Blöndal og hafnaði í netinu rétt í þann mun er bjallan gall - og ótrúlegur sigur á heimavelli í höfn.
Þessi leikur hafði allt sem góður hokkíleikur þarf að hafa og vonandi vísir að því sem koma skal í vetur.