Karfan er tóm.
Leikurinn fór af stað með miklum látum og allt leit út fyrir það að Ynjur myndu valta yfir þær gömlu þegar þær voru komnar í 3 - 0 eftir nokkrar mínútur. Ásynjur voru þó ekki alveg af baki dottnar því fyrir lok fyrstu lotu náðu þær að jafna leikinn og öllum ljóst að það stefndi í spennandi leik.
Í öðrum leikhluta skorðu Ynjur eina markið þrátt fyrir mörg marktækifæri á báða bóga. Í þriðja leikhluta var hins vegar allt á suðupunkti. Ynjur héldu forskotinu fram yfir miðja lotuna þegar Ásynjum tókst að skora þrjú mörk í röð og snúa stöðunni í 6 - 4. Ynjur minnkuðu muninn þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka og sóttur grimmt síðustu sekúndurnar en vörn þeirra eldri hélt.
Leikurinn var eins og áður sagði æsispennandi og virkilega ánægjuleg tilbreyting frá fyrri leikjum vetrarins. Það er ljóst af þessari viðureign að líklegt má telja að það verði Akureyrarliðin sem komi til með að berjast um deildarmeistaratitilinn í ár.
Mörk/stoðsendingar Ynjur:
Diljá Sif Björgvinsdóttir 4/1 Þorbjörg Eva Geirsdóttir 1/2 Díana Mjöll Björgvinsdóttir 1/0 Bergþóra H.
Bergþórsdóttir 0/3 Silja Rún Gunnlaugsdóttir 0/1 Eva Karvelsdóttir 0/1 Hrund Thorlacius 0/1 Sylvía Rán Björgvinsdóttir
0/1
Refsingar Ynjur: 6 mínútur
Mörk/stoðsendingar Ásynjur:
Birna Baldursdóttir 3/0 Anna Sonja Ágústsdóttir 1/4 Guðrún Blöndal 1/2 Sólveig Smáradóttir 1/2 Sarah Smiley 1/1 Hrönn Kristjánsdóttir 0/3 Arndís Sigurðardóttir 0/2
Refsingar Ásynjur: 4 mínútur
Dómari leiksins - Winston