Karfan er tóm.
Á laugardaginn síðasta fór fram haustmót ÍSS í Egilshöll. SA átti 7 keppendur á mótinu.
Mótið hófst á laugardaginn með keppni í félagalínu hluta mótsins. Þar átti SA einn keppanda, hana Kristbjörgu Heiðu sem keppti í flokknum 12 ára og yngri. Hún stóð sig með mikilli prýði. Seinnipartinn var svo komið að keppni í ÍSS línu mótsins.
Í flokknum Chick unisex áttum við einn keppanda hana Ólöfu Marý sem var á sínu fyrsta móti í ÍSS línu og stóð hún sig mjög vel. Í flokknum cups unisex áttum við líka einn keppanda hana Ronju Valgý. Ronja stóð sig undur vel. Ekki er raðað í sæti í yngstu flokkunum chicks og cups.
Í Basic novice stelpur áttum við 2 keppendur, þær Ylfu Rún og Helgu Mey. Ylva Rún sigraði flokkinn og Helga Mey hafnaði í 5.sæti.
Í flokknum Advanced Novice keppti Sædís Heba fyrir SA. Hún var í mikilli baráttu í flokknum. Eftir stutta prógrammið var hún þriðja, en kom til baka í frjálsa prógramminu. Hún var efst fyrir frjálsa prógrammið og endaði önnur með 76.68 stig.
Í flokknum Junior konur keppti Freydís Jóna fyrir SA. Hún hafnaði í öðru sæti með 70.36 stig.
Næsta mót sem verður haldið hér innanlands er Íslandsmót/Íslandsmeistaramót sem verður haldið á Akureyri helgina 24.-26. nóvember.
(Junior)
(Advanced Novice)
(Basic Novice)
(Cups)
(Chicks)
(12 ára og yngri)
(Ylfa Rúna og Helga Mey í basic Novice)