HAUSTMÓT ÍSS 2021

Haustmót ÍSS
Haustmót ÍSS

Dagana 1.-3. október  fór fram Haustmót ÍSS 2021 sem er jafnframt fyrsta mót vetrarins, mótið var haldið í Egillshöllinni í Reykjavík. Átti LSA 11 keppendur að þessu sinni,  Stúlkurnar röðuðu sér í toppsætin í flestum keppnisflokkum og komu með silfurverðlaun í Basic Novice, gull og silfurverðlaun  í Intermediate Novice og Advanced Novice og gullverðlaun í  Intermediate Women og  Junior Women.  


 Basic Novice girls

Mótið hófst á laugardagsmorgni með keppni í hópi Basic Novice þar sem við áttum einn keppanda hana Berglindi Ingu Benediktsdóttur. Hún stóð sig rosalega vel og lenti í  ödrum sæti með 22.81 stig

 

 

 Intermediate women

Næstar á ís voru skautarar úr Intermediate Women. Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir kom sá og sigraði á sinni fyrstu keppni í keppnisflokknum og á sinni fyrstu keppni eftir talsvert hlé frá skautaiðkun. Hún hlaut að launum 42.51 stig fyrir frammistöðu sína og sigraði örugglega.

 

 

 

Eftir hlé hófst keppni í ISU flokkum, fyrst var það Advanced Novice stúlkurnar sem kepptu með skylduæfingum, stutt prógram. Fulltrúar LSA voru þær  Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Sædís Heba Guðmundsdóttir. Fór það svo þennan daginn að Freydís Jóna var efst eftir stutt prógram með 27.89 stig og Sædís Heba var önnur með 25.02 stig.

Síðasti keppnisflokkurinn að þessu sinni var Junior Women. Efst eftir keppni með stutt prógram var Júlía Rós Viðarsdóttir með 40.76 stig.  Þar með lauk keppni fyrri daginn.

Á sunnudagsmorgun var haldið áfram með keppni á Haustmóti.

Chicks

Dagurinn hófst með keppni í flokknum Chicks. Þar átti Skautafélag Akureyrar 2 keppendur þær Helgu Mey Jóhannsdóttur og RonjuValgý Baldursdóttur.

 

 

 

 Cubs


Því næst var komið að keppni í flokknum Cups. Þar átti SA  líka 2 keppendur, Ylfu Rún Guðmundsdóttur og Heiðbrá Heklu Sigurgeirdóttur. Stelpurnar okkar stóðu sig allar gríðarlega vel. Í yngstu flokkunum tveim er ekki raðað í sæti, en allir fá þátttökuviðurkenningu.

 

 

 

 Intermediate Novice girls

Keppendur í Intermediate Novice Girls voru eingöngu tveir að þessu sinni, báðar frá SA.  Þar sigraði Salka Rannveig Rúnarsdóttir með 23.54 stig og önnur var Kristbjörg Eva Magnadóttir með 17.00 stig.

 

 

 

 Að lokum var svo komið að keppni í frjálsu prógrammi hjá efstu keppnisflokkunum.

Advanced Novice girlsSædís Heba var efst í frjálsu prógrammi á persónulegu stigameti með 48.63 stig, Freydís Jóna var önnur, með 47.72 stig. Lokaúrslit voru þau að Freydís Jóna sigraði með 75.61 í heildarstig og Sædís Heba var önnur með 73.65 heildarstig, persónulegt met hjá henni.

 

 

 

 Junior women

Junior Women lokuðu svo mótinu með keppni í frjálsu prógrammi. Þar var Júlía Rós efst með 61.14 stig og lokaúrslit voru þau hún sigraði með 101.88 heildarstig.

 

 

 


Viljum við óska öllum keppendum, þjálfara og ekki sýst foreldrum innilega til hamingju með glæsilegan árangur um helgina og segjum bara að lokum ÁFRAM SA!


* myndir teknar af www.iceskate.is