Karfan er tóm.
Reglurnar verða þannig að leikir-/leikdagar verða 4. Dregið verður í lið fyrir hvern leik þannig að leikmenn spila með nýju liðið hvern leikdag. Þannig safnar hver stakur leikmaður stigum eftir því hvernig liði hans gengur í hvert sinn. Hver leikur verður 6 umferðir. Stigagjöf verður þannig að fyrst telja stig, 2 fyrir sigur, 1 fyrir jafntefli og 0 fyrir tap, svo telja endar og loks skoraðir steinar. T.d. Gunna var í liði sem vann sinn fyrsta leik með 4 endum og 7 steinum og fær þá 2+4+7= 13 stig. Jón var í tapliði sem vann 2 enda og skoraði 5 steina og fær þá 0+2+5=7 stig. Sá leikmaður sem flest stig hlítur telst sigurvegarinn. Leikirnir byrja kl. 19:00 þannig að gott er að vera mætt eitthvað fyrr svo hægt sé að draga í lið fyrir þann tíma.
Mætum sem flest og drögum með okkur nýja og gamla félaga.