Hertz-deild kvenna fer af stað á heimavelli

SA stúlkur hefja leik í Hertz-deildinni nú um helgina þegar Fjölnir mætir í heimsókn. SA stúlkur áttu yfirburðar tímabil síðasta vetur þar sem liðið lék við hvern sinn fingur og vann alla leiki sína í deild og unnu svo Íslandsmeistaratitilinn eftir harða viðureign við Fjölni í úrslitakeppninni.

Það hefur kvarnast aðeins úr Íslandsmeistaratliðinu frá því í vor en liðið hefur misst fjóra leikmenn en engir nýjir leikmenn bætast við utan frá. Á móti eru ungar og efnilegar stúlkur sem hafa verið að berja á dyrnar og fá nú stærra hlutverk í liðinu en það verður virkilega spennandi að fylgjast með þróun liðsins í vetur með Sami Lehtinen sem aðalþjálfara. Það má gera ráð fyrir spennandi mót framundan í Hertz-deildinni en fyrsti leikur liðsins er á laugardag á heimavelli gegn Fjölni og hefst leikurinn kl. 19.30. Það er hægt að næla sér í miða í forsölu í gegnum miðasölu appið Stubbur.

Farnar:

Saga Margrét Sigurðardóttir Södertälje SK Svíþjóð

Sunna Björgvinsdóttir Haninge Anchors HC Svíþjóð

Teresa Snorradóttir Haninge Anchors HC Svíþjóð

Kolbrún Garðarsdóttir Fjölnir