Karfan er tóm.
Í kvöld lauk leikjum í fjórðungsúrslitum á HM2005 í Austurríki.
Rússar mörðu sigur á Finnum í bráðabana en staðan var 3-3 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Finnar voru ýfið sterkari í leiknum en urðu að játra sig sigraða í bráðabana.
Svíar unnu Svisslendinga naumlega 2-1 og mæta Tékkum í undanúrslitum.
Tékkar mörðu sigur á Bandaríkjamönnum 3-2 í bráðabana og skoraði Martin Rucinsky eina markið í bráðabananum.
Kanadamenn unnu Slóvaka (sorry Jan) 5-4. Góðvinur okkar í SA Pavol Demitra skorðai 2 mörk fyir slóvaka og Palffy skoraði 1 mark. Palffy var einnig með stoðsendingu þegar Gaborik skorðai fyrsta mark leiksins. Brodeur í marki Kanadamanna varði vítaskot frá Palffy í annarri lotu. Gífurlegur hraði var í leiknum og bæði lið léku vel en Kanada hafði yfirhöndina í skotum 33-25.
Kanadamenn mæta Rússum í undanúrslitum.
Hægt er að fylgjast með keppninni hér