02.05.2005
Heimsmeistaramótið í íshokkí hófst á laugardaginn í Vín í Austurríki. Kanadamenn, sem eru tvöfaldir heimsmeistarar, unnu Litháa, 5-4, og Rússland vann Austurríki, 4-2. Flestir hallast að sigri Kanadamanna á mótinu, sem er kærkomin tilbreyting fyrir áhugamenn um íshokkí þar sem keppni í bandarísku NHL-deildinni lá niðri í vetur vegna verkfalls.