HM U18: Ísland áfram í 2. deild B


Fjórir leikmenn frá SA voru í landsliði Íslands U18 sem tók þátt í HM 2. deild B í Serbíu. Liðið vann einn leik af fimm og hélt sæti sínu í deildinni.

Það voru þeir Ingþór Árnason, Andri Már Ólafsson, Hafþór Andri Sigrúnarson og Sigurður Reynisson sem voru fulltrúar SA í þessu landsliði. Auk þeirra fór Árni Ingólfsson með hópnum sem búnaðarstjóri.

Íslenska liðið lenti í 5. og næstneðsta sæti deildarinnar, vann einn leik en tapaði fjórum. Það nægði þeim til að halda sér áfram í 2. deild B, en Ástralía fellur niður í 3. deild A.

Úrslit leikja íslenska liðsins:
Belgía Ísland 3-1
Holland - Ísland 4-2 (Sigurður Reynisson með stoðsendingu)
Spánn - Ísland 7-0
Ísland - Serbía 0-4
Ísland - Ástralía 5-2 (Ingþór Árnason með mark)

Úrslit allra leikja og lokastaða (vefur mótshaldara).