Karfan er tóm.
Í dag er mikið um að vera í Skautahöllinni á Akureyri. Landsliðsæfingar standa yfir hjá kvennaliðinu og voru þær á æfingu bæði í gærkvöldi og í morgun. Seinni partinn og í kvöld verða svo tveir leikir, sá fyrri verður á milli Ynja og Birna kl. 17:00. Björninn vann síðasta leik gegn Valkyrjum um síðustu helgi og ætla sér væntanlega stóra hluti gegn Ynjum í dag.
Strax á eftir kvennaleiknum verður svo leikur hjá 2. flokki þegar SA tekur á mót Bjarnarmönnum. Þessi tvö lið eru nú í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en þeir sunnlensku standa aðeins betur að vígi. Leikurinn í kvöld er því gríðarlega mikilvægur fyrir okkar menn ef þeir ætla að eiga möguleika á titli.
Íshokkíáhugamenn eru kvattir til að láta sjá sig í höllinni í dag og styðja við bakið á sínum fólki.