Karfan er tóm.
Byrjendabúðir fyrir krakka sem fæddir eru ´01 til ´06 hefjast 15. ágúst. innritun á hockeysmiley@gmail.com sjá augl. í N4 dagskránni.
Hokkíkrakkar hafa verið á fullri ferð þessa viku, þau yngri mæta 7,30 á morgnana og fram í hádegið og þá taka við eldri krakkar og klára daginn uppúr hálf fimm. Báðir hóparnir byrja tímann sinn á ís og enda á ís, en þar á milli eru margar metnaðarfullar afísæfingar og þrautir.
Meistaraflokkarnir hittast svo á ís á kvöldin tvisvar í viku, þó án þjálfara en hokkívertíðin er sannanlega að vakna til lífsins í höfuðstað norðurlands og hokkííþróttarinnar og stefnt er á öflugt og metnaðarfullt starf hér hjá Skautafélagi Akureyrar í vetur eins og ávallt. Þjálfarar hokkídeildarinnar verða eins og fyrri vetur kanadíska tvíeykið Sarah Smiley og Josh Gribben sem hafa núþegar gert marga góða hluti fyrir félagið okkar og í sumar festi Sarah ráð sitt hér á Akureyri og giftist meistaraflokks og landsliðsmanninum Ingvari Þór Jónssyni og óskum við þeim innilega til hamingju með ráðahaginn um leið og við gleðjumst yfir að hafa þau í forystuliði deildarinnar. Einhverjar mannabreytingar verða í meistaraflokki karla í vetur líkt og oftast er, en eina sem fast er í hendi er að Jón B. Gíslason talar dönsku þennan vetur og Ingólfur Elíasson mun þurfa að bjarga sér á sænskunni. Eitthvað er fleira hugsanlega í farvatninu en ekkert fast það ég veit. SA mun spila tveimur meistaraflokks liðum í bæði kvenna og karlaflokki þennan vetur eins og þann síðasta þ.e. Valkyrjum og Ynjum kvenna megin en karlarnir Víkingum og Jötnum. Kvennaliðin munu spila 12 leiki hvert lið í vetur en karlarnir 16 og þar sem allir spila við alla í hvorri deild þá mun hvort kvenna lið okkar ferðast fjórum sinnum í búðir andstæðinga sinna en spila átta leiki heima í héraði, ýmist sem heima eða úti lið en karlarnir ferðast 6 sinnum hvort lið og spila 10 leiki á eigin svelli, en í Skautahöll Akureyrar verða spilaðir 28 leikir í meistaraflokki auk 7 helgarmóta í flokkunum þar fyrir neðan. Það má því leiða líkum að því að Akureyri sé höfuðvígi hokkííþróttarinnar á Íslandi ( að venju ). Að lokum óska ég öllum velunnurum og iðkendum gleðilegrar hokkívertíðar (((O: