Hrafnhildur Ósk vakti athygli á RIG

Skjáskot af frétt mbl.is
Skjáskot af frétt mbl.is


Hæsta skor sem sést hefur hjá íslenskum skautara fyrir frjálst prógramm. Tvisvar nær hnökralaus tvöfaldur Axel. Fjallað er um árangur Hrafnhildar á RIG-síðu mbl.is í dag

Hrafnhildur Ósk var í þriðja sæti eftir fyrri dag í Junior Ladies flokki. Hún hífði sig svo upp í annað sætið með frábæru frjálsu prógrammi í dag, en þannig er því lýst í frétt á mbl.is:

"Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Skautafélagi Akureyrar, átti frábæran dag í dag og fékk hún 64,49 stig fyrir frjálst prógram. Er þetta hæsta skor sem sést hefur hjá íslenskum skautara fyrir frjálst prógram. Auk þessa skilaði Hrafnhildur Ósk tvöföldum Axel í prógrammi í fyrsta sinn á sínum ferli. Hún framkvæmdi stökkið tvisvar nánast hnökralaust og bætti meira að segja um betur og setti tvöfalt toe loop fyrir aftan í seinna skiptið."

Tenglar á tölfræðisíðu mótsins:
Stutta prógrammið (Hrafnhildur í 3. sæti)
Frjálsa prógrammið (Hrafnhildur í 1. sæti)