Karfan er tóm.
Búið er að ganga frá félagaskiptum fyrir fjóra unga leikmenn sem uppaldir eru í SA en snúa nú heim frá félagsliðum í Svþjóð og ætla að taka slaginn með Skautafélagi Akureyrar í vetur. Þetta eru Axel Orongan, Gunnar Arason, Unnar Hafberg Rúnarson og Berglind Leifsdóttir. Þetta er vissulega mikill hvalreki fyrir SA enda öll mjög efnilegir íshokkíleikmenn.
Aðdragandi og ástæða heikomu leikmannanna eru sóttvarnarráðstafanir í Svíþjóð en ástandið þar lítur alls ekki vel út og óvíst hvort eða hvað margir leikir verði spilaðir þar í vetur. Leikmennirnir okkar sem snúa nú heim eru þrátt fyrir ungan aldur orðnir mjög öflugir leikmenn sem koma til með að styrkja meistaraflokka félagsins og verður spennandi að fylgjast með þeim í komandi leikjum.
Axel Orongan er 19 ára sóknarmaður sem hefur spilað fyrir Nyköpings SKJ20 í Svíþjóð i vetur. Axel hefur spilað erlendis frá 15 ára aldri með liðum bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Axel hefur staðið sig vel með Íslenska karlalandsliðsins á síðustu mótum en hann var á meðal stigahæstu leikmanna liðsins á síðasta heimsmeistaramóti. Axel hefur einnig verið öflugur með unglingalandsliðum Íslands og var stigahæsti leikmaður heimsmeistaramóts U20 liða í III deild árið 2020 þar sem hann var einnig valinn besti sóknarmaður mótsins.
Gunnar Arason er 19 ára varnarmaður sem einnig spilaði fyrir Nyköpings SKJ20 í Svíþjóð í vetur. Gunnar er einn allra efnilegasti varnarmaður landsins en hann var fyrirliði U20 landsliðs Íslands sem vann gull í III deild í janúar 2020 og hefur einnig spilað 8 leiki með karlalandsliði Íslands. Gunnar lék með framhaldsskólaliði í Kanada síðastliðin vetur en hafði þar áður spilað þrjú tímabil í meistaraflokki SA Víkingum.
Unnar Hafberg Rúnarson er 18 ára sóknarmaður sem kemur frá Sollentuna U20 í Svíþjóð en hann hefur spilað fyrir félagslið í Svíþjóð síðastliðin þrjú tímabil. Unnar er öflugur sóknarmaður og spilaði með U20 landsliði Íslands á síðasta tímabili. Unnar á ekki langt að sækja hæfileikanna en hann er sonur Rúnars Freys yfirþjálfara SA.
Beglind Leifsdóttir 20 ára sóknarmaður sem kemur frá Troja/Ljungby í 1. deildinni í Svíþjóð. Berlind var á sínu fyrsta tímabili í Svíþjóð í vetur en Berglind en áður hefur hún verið einn öflugasti sóknarleikmaður Hertz-deildarinnar og hefur spilað 15 leiki fyrir kvennalandslið Íslands.