Karfan er tóm.
Hápunktur og lok krulluvertíðarinnar nálgast. Ice Cup, alþjóðlega krullumótið, verður haldið dagana 3.-5. maí í
Skautahöllinni á Akureyri. Tólf Bandaríkjamenn og einn Skoti á leið til landsins.
Nú er ljóst að fjórtán lið eru skráð til leiks á alþjóðlega krullumótinu Ice Cup þetta árið. Tvö lið koma frá Plainfield Curling Club í New Jersey og eitt frá Granite Curling Club í Seattle. Auk þeirra fáum við skoskan krullumann og ísgerðarmann, Mark Callan, sem einnig mun spila á mótinu. Þá munu nokkrir þátttakendur koma frá Reykjavík, aðallega brottfluttir Akureyringar og menn sem tengjast akureyrskum krullurum.
Tímasetningar á opnunarhófi og leikjum, ásamt reglum og öðrum upplýsingum um mótið verða settar hér inná vefinn fljótlega.
Margar hendur vinna létt verk
Eins og venjulega verður þörf fyrir margar hendur við undirbúning mótsins, bæði við að yfirfara og lagfæra ýmsan búnað,
setja upp aðstöðu í anddyri Skautahallarinnar og fleira. Hafist verður handa á sunnudagskvöldi, 29. apríl, við að hefla og flæða og
áfram unnið í mánudag og þriðjudag. Stefnt er að því að nýta frídaginn, þriðjudaginn 1. maí, til vinnu í
Skautahöllinni og verður það nánar auglýst síðar.
Ísgerðarnámskeið
MarK Callan, sem mætir til landsins á mánudag til að vinna með okkur við undirbúning svellsinis,
verður með stutt námskeið fyrir áhugasama um undirbúning og vinnslu á krullusvelli. Mark hefur verið aðalísgerðarmaður á
mörgum stórmótum á undanförnum árum og því er mikill fengur fyrir Krulludeildina og krullufólk að fá hann til að vinna með
okkur og kenna okkur réttu handtökin. Nánari tímasetning og framkvæmd á kennslunni verður auglýst síðar, en áhugasamir geta haft
samband við formann Krulludeildar.
Eftirtalin lið og leikmenn eru skráð til leiks:
(fyrirliðar eru beðnir um að fara yfir nafnalista síns liðs og leiðrétta ef þörf er á)
Fálkar
Árni Arason, Davíð Valsson, Jóhann Ingi Einarsson, Júlíus Fossberg Arason, Rúnar Steingrímsson
Fífurnar
Björn Sigmundsson, Heiðdís B. Karlsdóttir, Jón Grétar Rögnvaldsson, Svanfríður Sigurðardóttir
Garpar
Árni Grétar Árnason, Hallgrímur Valsson, Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson
Íslenski draumurinn
Elísabet Inga Ásgrímsdóttir, Hugrún Ósk Ágústsdóttir, Kristín B. Jónsdóttir, Margrét
Aðalgeirsdóttir, Rannveig Jóhannsdóttir
Mammútar
Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason, Ragnar Jón Ragnarsson, Sveinn H. Steingrímsson
Mánahlíðarhyskið
Einar Pálmi Sigmundsson, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Sævar Þorkelsson, Sigurjón Ólafsson
Plainfield Curling Club (i)
Jane Sharp, Frank Sharp, Linda Carubia, Nicole Husch
Plainfield Curling Club (ii)
Ali Colluccio, Dean Roth, John Pantina, Karl Lohner
Skytturnar
Ágúst Hilmarsson, Árni Ingólfsson, Jón S. Hansen, Sigurgeir Haraldsson
Svartagengið
Brynjólfur Magnússon, Leifur Ólafsson, Ómar Ólafsson, Sigfús Sigússon, Erling Tom Erlingsson
Sweepless in Seattle
David Cornfield, Linda Cornfield, April Seixeiro, Steve Seixeiro
Víkingar
Gísli Jón Kristinsson, Jóhann Björgvinsson, Jón Einar Jóhannsson, Jónas Gústafsson
Volcano Rocks
Hannela Matthíasdóttir, Haraldur Ingólfsson, Mark Callan, Viðar Jónsson, Sævar Örn Sveinbjörnsson
Üllevål
Andri Freyr Magnússon, Fannar Jens Ragnarsson, Guðmundur Karl Ólafsson, Gunnar Þór Stefánsson, Karl Ólafur Hinriksson, Sigurjón
Steinsson
Myndin er af Görpum þegar þeir hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum 2011, en þeir unnu einnig Ice Cup sama ár. Myndina tók Sigurgeir Haraldsson.