Karfan er tóm.
Þrátt fyrir nokkrar séróskir um tímasetningar leikjum fyrstu umferðar tókst drátturinn vel og allt féll eins og flís við rass. Með ilmandi hákarl, reyktan rauðmaga, rúgbrauð með reyktum laxi, harðfisk með smjöri og annað góðgæti sem tilheyrir á borðum gerði krullufólk sig klárt fyrir átök helgarinnar. Hermann Jón Tómasson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, var mættur í verbúðina til að draga saman lið í fyrstu umferðina.
Leikir 1. umferðar:
Kl. 11.00
Braut 2: Ísmeistarar - Hákarlar
Braut 4: Svarta gengið - Mammútar
Braut 5: Víkingar - Riddarar
Kl. 13.30
Braut 2: Fífurnar - Skytturnar
Braut 4: Garpar - Bragðarefir
Braut 5: Mánahlíðarhyskið - IceCatz
Krullufókl er hvatt til að vera tilbúið á svellinu tíu mínútum fyrir leik til upphitunar. Óskað er eftir því að að minnsta kosti tveir frá hverju liði sem er að fara að keppa mætti strax að loknum næsta leik á undan til að gera svellið klárt. Önnur umferð hefst síðan kl. 16.30 en lokaleikir fimmtudagsins hefjast kl. 19.00. Þau lið sem eiga eftir að greiða þátttökugjaldið eru beðin um að gera það í sjoppunni fyrir fyrsta leik.
Leikjadagskrá, liðin og reglur - excel-skjal hér.