27.04.2010
Vegna óvissu um flug verður keppnisfyrirkomulag Ice Cup ekki kynnt fyrr en ljóst er hvort allir erlendu þátttakendurnir komast til landsins.
Nú þegar eru 6 erlendir keppendur komnir til landsins en 6 eru ókomnir. Þegar þetta er ritað (kl. 10.10 á þriðjudegi) bíður einn Rússi í Glasgow og kemur líklega beint til Akureyrar í kvöld. Tveir liðsfélagar hans eiga bókað flug til landsiins á morgun. Bandarísku vinkonur okkar þrjár eiga bókað flug frá Boston í kvöld og að öllu eðlilegu ættu þær að lenda í Keflavík í fyrramálið. En eins og þeir vita sem fylgst hafa með fréttum er ekki "allt eðlilegt" þessa dagana. Hvað sem öðru líður þá mun Ice Cup fara fram á áður auglýstum tíma.