Karfan er tóm.
Dönsku strákarnir í Stonehangers unnu stórsigur á H4 og eru því enn með fullt hús, með 10 stig. Litlu munaði að þeir dönsku næðu að skora 8 stig í fyrstu umferðinni en það er það hæsta sem hægt er að skora í hverri umferð. Víkingar unnu einnig stóran sigur í sínum leik, gegn Svarta genginu, og það dugði þeim til að komast í úrslitaleikinn gegn Stonehangers. Víkingar hafa sjö stig en öll liðin sem höfðu sex stig fyrir lokaumferðina töpuðu sínum leikjum. H4 endaði með sjö stig eins og Víkingar en Víkingarnir unnu fleiri umferðir og því fer H4 í bronsleikinn. Af liðunum með sex stig eru það Garpar sem eru efstir og leika gegn H4 um bronsið.
Lokastaðan í A-hópi:
1. Stonehangers 10 stig
2. Víkingar 7 stig (19 unnar umferðir)
3. H4 7 stig (16 unnar umferðir)
4. Garpar 6 stig (17 unnar umferðir)
5. Svarta gengið 6 stig (16 unnar umferðir)
6. Norðan 12 4 stig (22 unnar umferðir)
7. Fífurnar 6 stig (18 unnar umferðir)
8. Kústarnir 6 stig (14 unnar umferðir)