Íshokkí æfingabúðir SA ganga vel

Æfingabúðir hokkídeildarinnar hafa nú staðið yfir síðan á síðasta þriðjudag og klárast næsta föstudag. Engar æfingabúðir voru síðasta sumar vegna framkvæmdanna og því mikil lukka fyrir iðkenndur að fá kost á þessum æfingabúðum áður en tímabilið hefst. Hópnum er skipt í tvennt þar sem yngri iðkenndur eru fyrir hádegi og þeir eldri eftir hádegi. Prógramið fyrir hvorn hóp er um 6 klst á dag þar sem eru  tvær ísæfingar, tvær afís-æfingar og fræðsla. Yfir 60 krakkar hafa tekið þátt í æfingabúðunum í ár og þar á meðal fjórir drengir úr Reykjavík sem gerði æfingabúðirnar enþá skemmtilegri. Um 10 þjálfarar hafa staðið vaktina en í síðustu viku var einnig gestaþjálfari frá Hockey Kanada sem stýrði æfingabúðunum hann Andrew Evan og lagði hann áherslu á tækniæfingar sem er hans sérgrein. Sarah Smiley er svo yfirþjálfari þessa vikuna ásamt því að sjá um byrjendanámskeið fyrir börn á aldrinum 3-5 ára.

Tímabilið hefst svo strax í næstu viku en æfingataflan verður birt á heimasíðunni fyrir helgi.

Hér eru nokkrar myndir frá æfingabúðunum: