Ísladaf

Ísland var rétt í þessu að tapa með einu marki 4 - 5 fyrir Kína á HM í Ástralíu.  Staðan var jöfn 4 - 4 eftir venjulegan leiktíma og þá fær hvort lið eitt stig.  Síðan var spilaður 5 mín bráðabani og vítakeppni upp á síðasta stigið.

Fyrstu vítin þrjú fyrir Ísland tóku Stebbi Hrafns, Robin Hedström og Emil Alengard.  Ekki vildi pökkurinn inn hjá þeim félögum en Dennis Hedström hélt Kínverjum einnig fyrir utan leikinn og því varð að fara í bráðabana í vítum.  Þá hins vegar byrjuð þeir kínversku á því að skora en því miður tókst okkur ekki að jafna og því lauk leiknum með 5 - 4 sigri Kínverjanna.

Strákarnir voru hins vegar alveg ótrúlega góðir og mega vera virkilega stoltir af sinni frammistöðu.  Meðfylgjandi mynd er af þeim Robin, Daða og Emil eftir eitt markið.