Karfan er tóm.
Önnur umferð Íslandsmótsins fór fram í kvöld. Í leik Ice Hunt og Riddara byrjuðu Riddarar betur og unnu tvær fyrstu umferðir með einu stigi sem Ice Hunt svaraði með 3 stigum í þriðju lotu. Þá kom fjarki frá Riddurum í fjórðu umferð og eitt í þeirri fimmtu og staðan orðin 7- 3 fyrir Riddara. Ice Huntarar gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn í sjöundu umferð og allt var í járnum fyrir síðustu umferðina þar sem Riddarar skoruðu þrjá ste...ina og unnu þar með leikinn 10 - 7. Í hinum leiknum áttust við Víkingar og Garpar. Víkingar byrjuðu betur með sigri í fyrstu tveimur umferðunum og komnir í 3 - 0 en þá kom fimma hjá Görpum sem Víkingar svöruðu með tveimur og jöfnuðu leikinn í 5 - 5 eftir fimm umferðir. Garpar tóku þá öll völd, skoruðu aftur fimm í fimmtu umferð og unnu síðan allar umferðiranr sem eftir voru og sigruðu að lokum 16 - 5. Garpar eru nú einir efstir með tvö stig og hafa tryggt sig í úrslitaleikinn en Ice Hunt er í öðru sæti með eitt stig eins og Riddarar en með tveimur umferðum fleiri. Víkingar reka lestina án stiga.
Skor og staða sjást hér