Karfan er tóm.
Audrey Freyja Clarke hreppti íslandsmeistaratitilinn í júnior flokki 5. skiptið og Sigrún Lind Sigurðardóttir tók sannfærndi sigur í flokki unglinga. Báðar stelpurnar unnu flokkinn sinn með um 10 stiga mun á næsta keppanda sem í nýju dómarakerfi í listhlaupi er stór munur. Helga Jóhannsdóttir varð á 2. sæti í flokki unglinga, en einnig tóku þær Guðný Ósk Hilmarsdóttir, Ingibjörg Bragadóttir og Telma Eiðsdóttir þátt í þeim flokki.
Í flokki 12 ára og yngri kepptu Bjarney Bjarnadóttir og Guðrún Marín Viðarsdóttir sem báðar þóttu skauta mjög vel en náðu þó ekki verðlaunasæti að þessu sinni. Í flokki 10 ára og yngri voru yfirburðir SAinga aftur miklir þar sem Urður Ylfa Arnarsdóttir varð í 2. sæti og Birta Rún Jóhannsdóttir í 3.sæti. Kolbrún Egedía Sævarsdóttir og Elva Hrund Árnadóttir kepptu einnig í þeim flokki með góðum árangri.
Eftir keppninni tók Skautasamband ákvörðun um skautara sem keppa fyrir Íslands hönd í Norðurlandamóti í Finnlandi eftir tvær vikur. Audrey Freyja og Sigrún sem sigurvegarar í sínum flokkum áttu öruggt sæti í þeim hópi en einnig var Helga Jóhannsdóttir valin í .þennan hóp. Það er því gaman að geta að 3 af 7 íslensku keppendum koma frá Akureyri.