Karfan er tóm.
Garpar og Mammútar byrjuðu seinni umferð Íslandsmótsins á sama hátt og liðin enduðu þá fyrri, með sigri. Garpar unnu Riddara og Mammútar unnu Fálka. Garpar eru því enn ósigraðir á Íslandsmótinu, hafa unnið sjö leiki, en Mammútar fylgja þeim enn fast eftir með sex sigra. Miðað við gang mála verður að telja mjög líklegt að annað hvort þessara liða hampi Íslandsmeistaratitlinum þetta árið. Auðvitað er þó enginn leikur unninn fyrirfram og enn eiga nokkur lið til viðbótar tölfræðilegan möguleika á titlinum, þ.e. ef bæði þessi lið misstíga sig. Ef Garpar og Mammútar halda sínu striki stefnir í mjög jafna og spennandi keppni um bronsið. Víkingar sigruðu Fífurnar í kvöld og hafa nú þrjá vinninga eins og Fálkar og Skytturnar, Riddarar eru með tvo vinninga og Fífurnar eru enn án sigurs.
Úrslit áttundu umferðar:
Fífurnar - Víkingar 3-7
Mammútar - Fálkar 6-4
Garpar - Riddarar 8-6
Níunda umferðin verður leikin miðvikudagskvöldið 2. mars en þá eigast við:
Braut 2: Fálkar - Garpar
Braut 4: Riddarar - Fífurnar
Braut 5: Víkingar - Skytturnar
Ísumsjón: Garpar, Fífurnar, Skytturnar.