Karfan er tóm.
Sjötta og næstsíðasta umferðin í fyrri hluta Íslandsmótsins var spiluð í kvöld. Efstu liðin tvö, Garpar og Mammútar, eru áfram á sigurbraut. Garpar sigruðu Skytturnar eftir að hafa lent 4-0 undir og Mammútar unnu Víkinga í jöfnum leik. Garpar hafa unnið alla fimm leiki sína til þessa og Mammútar hafa unnið fjóra en aðeins tapað gegn Görpum. Fálkar eru nú einir í þriðja sæti eftir góðan sigur á Riddurum í spennandi leik.
Úrslit kvöldsins:
Skytturnar - Garpar 4-8
Riddarar - Fálkar 4-5
Víkingar - Mammútar 3-4
Staðan eftir sex umferðir:
Röð | Lið | Sigrar | Töp |
1. | Garpar | 5 | 0 |
2. | Mammútar | 4 | 1 |
3. | Fálkar | 3 | 3 |
4. | Skytturnar | 2 | 3 |
5. | Víkingar | 2 | 3 |
6. | Riddarar | 2 | 3 |
7. | Fífurnar | 0 | 5 |
Lokaumferð fyrri hluta mótsins fer fram miðvikudagskvöldið 23. febrúar. Leikir sjöundu umferðar eru:
Braut 2: Mammútar - Riddarar
Braut 4: Garpar - Víkingar
Braut 5: Fífurnar - Skytturnar
Ísumsjón: Riddarar, Víkingar, Skytturnar