Íslandsmótið: Garpar einir ósigraðir

Garpar sluppu fyrir horn í aukaumferð í leik kvöldsins, Víkingar töpuðu sínum fyrsta leik.

Garpar styrktu stöðu sína á toppi Íslandsmótsins með sigri á Fífunum en segja má að þeir hafi sloppið fyrir horn því Fífurnar jöfnuðu leikinn með því að skora fjögur stig í lokaumferðinni en Garpar náðu að vinna aukaumferðina og þar með leikinn. Á sama tíma töpuðu Víkingar fyrir Fálkum, en þeir voru ósigraðir fyrir leikinn í kvöld eins og Garparnir. Mammútar komust í annað sæti með sigri á Skyttunum.

Úrslit kvöldsins:

Fálkar - Víkingar  7-3
Mammútar - Skytturnar  8-2
Garpar - Fífurnar  7-6

Staðan:

Röð
Lið 
sigrar
  töp 
1. 
 Garpar 
4
 0
2. 
 Mammútar
3
 1
3. 
 Víkingar2
 1
4. 
 Riddarar2 2
5. 
 Fálkar2
 3
6. 
 Skytturnar
 2
7. 
 Fífurnar
0
 5

Næsti leikur fer fram miðvikudagskvöldið 16. febrúar, en þá eigast við Skytturnar og Víkingar og er það frestaður leikur úr 2. umferð mótsins.

Sjötta umferðin verður leikin mánudagskvöldið 21. febrúar:

Braut 2: Skytturnar - Garpar
Braut 4: Riddarar - Fálkar
Braut 5: Víkingar - Mammútar

Ísumsjón: Garpar, Fálkar, Mammútar