Íslandsmótið hálfnað: Tvö lið að stinga af?

Garpar og Mammútar berjast á toppnum.

Íslandsmótið í krullu er nú hálfnað, en sjöunda og síðasta umferð í fyrri hluta mótsins var leikin í kvöld. Garpar og Mammútar héldu sínu striki og hafa nú slitið sig frá hinum liðunum. Garpar sigruðu Víkinga nokkuð auðveldlega og eru enn ósigraðir. Mammútar sigruðu Riddara í kvöld og fylgja fast á hæla Garpanna, hafa aðeins tapað einum leik. Skytturnar og Fálkar koma næstir, en Skytturnar náðu sigri í aukaumferð gegn Fífunum í kvöld eftir að hafa verið 3-5 undir, jöfnuðu í lokaumferðinni og stálu svo stigi í aukaumferðinni.

Úrslit sjöundu umferðar:

Mammútar - Riddarar  6-3
Garpar - Víkingar  7-2
Fífurnar - Skytturnar  5-6

Staðan þegar mótið er hálfnað:

 Röð 
 Lið  
Sigrar 
 Töp 
 1. Garpar
 6 0
 2. Mammútar 
 5 1
 3. Skytturnar
 3 3
 4. Fálkar 3 3
 5. Víkingar 2 4
 6. Riddarar 2 4
 7. Fífurnar 0 6

Síðari hluti mótsins hefst strax næsta mánudagskvöld, 28. febrúar.

Leikir áttundu umferðar eru:

Braut 2: Fífurnar - Víkingar
Braut 4: Mammútar - Fálkar
Braut 5: Garpar - Riddarar

Ísumsjón: Víkingar, Fálkar, Riddarar