Karfan er tóm.
Mótanefnd ÍHÍ hefur ákveðið leikdaga í úrstliakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí.
Lið Skautafélags Akureyrar hefur oddaleiksréttinn eftir að Víkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn á dögunum. Eins og áður þarf lið að vinna þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Björninn er núverandi Íslandsmeistari, en liðið sigraði SR í úrslitakeppni í fyrra og var það í fyrsta skipti í sögunni sem lið Skautafélags Akureyrar leikur ekki til úrslita um titilinn.
Fyrsti leikurinn verður í Skautahöllinni á Akureyri þriðjudagskvöldið 19. mars, þriðji leikurinn verður einnig á Akureyri, laugardaginn 23. mars, og ef til þess kemur að leika þurfi fimm leiki verður oddaleikurinn á Akureyri miðvikudaginn 27. mars. Nákvæmar tímasetningar liggja ekki fyrir nema hvað við vitum að fyrsti leikurinn verður kl. 19.30.
Leikirnir í Skautahöllinni á Akureyri verða í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni N4.
1. leikur: þriðjudagur 19. mars - Skautahöllin á Akureyri - kl. 19.30
2. leikur: fimmtudagur 21. mars - Egilshöllin
3. leikur: laugardagur 23. mars - Skautahöllini á Akureyri
4. leikur (ef þarf): mánudagur 25. mars - Egilshöllin
5. leikur (ef þarf): miðvikudagur 27. mars - Skautahöllin á Akureyri
Sjá frétt á vef ÍHÍ.