Karfan er tóm.
Viðsnúningur á lokamínútunum í tveimur leikjum þriðju umferðar. Tvö lið taplaus, tvö án sigurs.
Leikir kvöldsins voru allir jafnir og spennandi, tveir unnust með einu stigi og einn fór í aukaumferð.
Úrslit kvöldsins
Mammútar - Skytturnar 6-5
Garpar - Ice Hunt 7-6 (6-6)
Fífurnar - Víkingar 4-5
Mammútar, sem náðu að stela stigi í lokaumferðinni gegn Skyttunum og vinna þar með leikinn, eru nú einir á toppnum með þrjá vinninga. Garpar hafa tvo vinninga eftir þrjá leiki, eins og Ís-lendingar sem sátu yfir í kvöld og eru einnig taplausir eins og Mammútar. Ís-lendingar og Mammútar mætast einmitt í næstu umferð og þá verður hjónaslagur, Jón Ingi og Sveinn Mammútar á móti Elísabetu og Hugrúnu Ís-lendingum.
Garpar náðu að jafna leikinn gegn Ice Hunt með því að skora fjögur stig í lokaumferðinni og því þurfti aukaumferð til að útkljá leikinn. Þar stálu Garpar stiginu og unnu leikinn, 7-6.
Það má því segja að mótið hafi breyst á nokkrum mínútum frá því að öll lið yrðu með 1-2 vinninga yfir í að tvö eru áfram án sigurs og eitt á toppnum þeð þrjá sigra. Mammútar og Garpar snéru leikjunum sér í vil á lokamínútunum.
Víkingar náðu að landa eins stigs sigri á Fífunum eftir jafnan leik þar sem tvö stig Víkinga í fimmtu umferðinni réðu úrslitum.
Fjórða umferð verður spiluð mánudagskvöldið 18. febrúar:
1: Ice Hunt - Fífurnar
2: Ís-lendingar -
Mammútar
3: Skytturnar - Garpar
Ísumsjón: Fífurnar, Mammútar, Garpar
Öll úrslit og leikjadagskrá (excel-skjal).