Karfan er tóm.
Mammútar halda sínu striki og eru nú orðnir nánast öruggir um að fara í úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu.
Mammútar sigruðu Kústana í gærkvöld og halda þriggja stiga forystu í undankeppninni. Segja má að liðið sé nánast öruggt um að komast í úrslitakeppnina þó svo tölfræðilega sé enn möguleiki á að fjögur lið lendi fyrir ofan Mammútana. Keppnin um hin þrjú sætin í úrslitunum verður væntanlega hörð í þeim leikjum sem eftir eru. Sum liðin eiga nú eftir að leika þrjá leiki og sum fjóra. Það er ef til vill til marks um hve jöfn keppni á krullumótum er orðin að ekkert þeirra fjögurra liða sem nú sitja í efstu sætum undankeppninnar var á meðal fjögurra efstu á Íslandsmótinu í fyrra.
Úrslit kvöldsins:
Víkingar – Bragðarefir 7-3
Garpar – Fífurnar 5-3
Kústarnir – Mammútar 1-7
Norðan 12 – Riddarar 6-5
Mammútar eru efstir sem fyrr segir, hafa 13 stig. Næstir koma Víkingar með 10 stig, Norðan 12 með 9 stig og Skytturnar með 8 stig.
Næstu leikir verða miðvikudagskvöldið 5. mars:
Braut 2: Riddarar – Garpar
Braut 3: Bragðarefir – Svarta gengið
Braut 4: Skytturnar – Norðan 12
Braut 5: Fífurnar - Fálkar
Ísumsjón: Fálkar, Fífurnar, Skytturnar, Norðan 12.