Karfan er tóm.
Með sigri í lokaumferðinni tryggðu Fífurnar sér sæti í úrslitakeppninni án þess að þurfa aukaleik til.
Liðið fylgir Mammútum, Víkingum og Fálkum í úrslitin. Mammútar deildarmeistarar.
Fyrir lokaumferðina áttu voru þrjú lið búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en önnur þrjú áttu möguleika á fjórða sætinu, Fífurnar, Rennusteinarnir og Ís-lendingar. Rennusteinarnir töpuðu sínum leik, en Fífurnar lentu í spennandi lokaumferð gegn Víkingum og náðu að lokum að sigra. Fífurnar eru því einar í fjórða sætinu með fimm vinninga. Rennusteinarnir og Ís-lendingar, sem unnu sinn leik í kvöld, enduðu jafnir með fjóra vinninga og missa því af sæti í úrslitakeppninni.
Úrslit kvöldsins:
Svartagengið - Fálkar 3-9
Rennusteinarnir - Skytturnar 3-10
Víkingar - Fífurnar 8-10
Ís-lendingar - Ísherjar 8-4
Staðan:
1. Mammútar 7 vinningar
2. Víkingar 6 vinningar (unnu Fálka)
3. Fálkar 6 vinningar (töpuðu fyrir Víkingum)
4. Fífurnar 5 vinningar
5. Rennusteinarnir 4 vinningar (unnu Ís-lendinga)
6. Ís-lendingar 4 vinningar (töpuðu fyrir Rennusteinunum)
7. Ísherjar 2 vinningar
8. Skytturnar 1 vinningur, eiga einum leik ólokið.
9. Svartagengið 0 vinningar, eiga einum leik ólokið.
Hvernig sem frestaður leikur Svartagengisins við Skytturnar fer verða Ísherjar fyrir ofan Skytturnar vegna sigurs í innbyrðis viðureign þessara liða. Ef
Svartagengið vinnur Skytturnar enda bæði liðin með einn vinning, en Svartagengið raðast ofar vegna sigursins í innbyrðis viðureigninni.
Úrslitakeppnin
Fyrsta umferð úrslitakeppninnar fer fram mánudagskvöldið 26. mars, en þá mætast annars vegar liðin
í 1. og 2. sæti og hins vegar liðin í 3. og 4. sæti. Sama kvöld fer einnig fram frestaður leikur Svartagengisins við Skytturnar.
Leikir mánudagskvöldið 26. mars:
Braut 2: Mammútar - Víkingar - Mammútar hafa val um síðasta stein, Víkingar hafa val um lit.
Braut 3: Fálkar - Fífurnar - Fálkar hafa val um síðasta stein, Fífurnar hafa val um lit.
Braut 4: Skytturnar - Svartagengið
Öll úrslit deildarkeppninnar má finna í excel-skjali hér.