Karfan er tóm.
Þrátt fyrir tapið geta Mammútar andað tiltölulega rólega, þeir hafa enn þriggja stiga forskot á Víkinga en það er eina liðið sem á möguleika á að fara upp fyrir Mammútana. Með sigrinum í kvöld eru Garpar enn með í keppninni um sæti í úrslitum. Hið sama á einnig við um Bragðarefi sem lögðu Fífurnar að velli í kvöld. Mammútar eru enn eina örugga liðið inn í úrslitin en fimm lið bítast nú um hin þrjú sætin; Víkingar, Garpar, Norðan 12, Skytturnar og Bragðarefir. Liðin sem voru í sætunum á eftir Mammútum, Víkingar, Norðan 12 og Skytturnar léku ekki í kvöld en þessi lið eiga nú tvo leiki eftir á meðan Mammútar, Garpar og Bragðarefir eiga einn leik eftir.
Með tapi gegn Svarta genginu í kvöld hvarf möguleiki Riddara á að fara alla leið í úrslitin. Kústarnir, Fífurnar, Riddarar og Svarta gengið berjast nú um 7.-10. sætið en Fálkar eru í neðsta sæti og eiga ekki möguleika á að komast þaðan.
Úrslit kvöldsins:
Riddarar – Svarta gengið 2-4
Fálkar – Kústarnir 1-8
Garpar – Mammútar 8-5
Bragðarefir – Fífurnar 7-0
Hér er til gamans yfirlit um stöðu efstu liðanna og hvaða leiki þau eiga eftir:
Mammútar : 15 stig – mögulega 17.
Eiga eftir að leika við Fálka.
Víkingar: 12 stig – mögulega 16
Eiga eftir að leika gegn Skyttunum og Riddurum.
Garpar: 11 stig – mögulega 13
Eiga eftir að leika við Norðan 12.
Norðan 12: 11 stig – mögulega 15
Eiga eftir að leika gegn Görpum og Fífunum.
Skytturnar: 10 stig – mögulega 14
Eiga eftir leiki gegn Víkingum og Svarta genginu.
Bragðarefir: 10 stig – mögulega 12
Eiga eftir að leika gegn Riddurum.
Næstsíðasta keppniskvöld undankeppninnar verður miðvikudagskvöldið 2. apríl. Svo skemmtilega vill til að tveir af leikjum næstu umferðar eru viðureignir liða sem eru að berjast um sæti í úrslitunum. Það má því væntanlega búast við nokkurri spennu á miðvikudagskvöldið.
Braut 2: Norðan 12 – Garpar
Braut 3: Skytturnar – Víkingar
Braut 4: Riddarar – Bragðarefir
Braut 5: Kústarnir – Svarta gengið
Ísumsjón: Víkingar, Skytturnar, Kústarnir og Svarta gengið.
Leikjadagskrá og úrslit leikja á Íslandsmótinu í excel-skjali hér.