Karfan er tóm.
Í kvöld fór fram frestaður leikur úr sjöundu umferð deildarkeppninnar þar sem áttust við Mammútar og Skytturnar. Þessi lið voru efst og jöfn með fjóra vinninga eftir sex umferðir þannig að leikurinn var í raun barátta um að sitja á toppnum við lok fyrri umferðar deildarkeppninnar. Skemmst er frá því að segja að Mammútar unnu öruggan sigur, 11-2, og náðu þar með fimm sigrum í fyrri hluta deildarkeppninnar. Frá því að þessi leikur átti að fara fram hefur síðan verið leikin ein umferð til viðbótar og er staðan nú þessi eftir átta umferðir af fjórtán:
Sigrar | Töp | |
Mammútar | 6 | 2 |
Riddarar | 5 | 3 |
Skytturnar | 4 | 4 |
Üllevål | 4 | 4 |
Víkingar | 4 | 4 |
Svarta gengið | 3 | 5 |
Fífurnar | 3 | 5 |
Garpar | 3 | 5 |
Öll úrslit, leikjadagskrá og tölfræi má finna í excel-skjali hér.
Níunda umferð deildarkeppninnar fer fram mánudagskvöldið 1. mars en þá eigast við:
Braut 1: Mammútar - Svarta gengið
Braut 2: Üllevål - Garpar
Braut 4: Víkingar - Skytturnar
Braut 5: Riddarar - Fífurnar