Íslandsmótið í krullu: Mammútar og Garpar öruggir áfram

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (2012)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (2012)


Tvö lið eru örugg um sæti í úrslitakeppninni að loknum fimm umferðum, en hin fimm eiga öll möguleika ennþá.

Úrslit 5. umferðar:
Garpar - Ís-lendingar 7-4
Fífurnar - Skytturnar 1-9
Víkingar - Ice Hunt 8-5

Að loknum fimm umferðum eru tvö lið örugg í úrslitakeppnina, Mammútar og Garpar, en bæði liðin hafa fjóra vinninga. Mammútar eiga eftir tvo leiki og Garpar einn. Öll hin liðin eiga möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, eða að minnsta kosti að fá aukaleik um að komast áfram.

Mánudaginn 4. mars fer fram frestaður leikur úr þriðju umferð, en þar mætast Ice Hunt og Fífurnar.

Sjötta og næstsíðasta umferð verður spiluð mánudaginn 11. mars:
1: Skytturnar - Víkingar
2: Ís-lendingar - Fífurnar
3: Mammútar - Garpar
Ísumsjón: Víkingar, Fífurnar, Garpar

Minnum á greiðslu þátttökugjalds, eindagi er 28. febrúar - sjá aðra frétt