Karfan er tóm.
Norðan 12 minnkaði forskot Mammúta í tvö stig þegar liðið sigraði Skytturnar í gærkvöld. Norðan 12 hefur nú unnið fjóra leiki í röð en þetta var hins vegar þriðji tapleikurinn í röð hjá Skyttunum sem áður höfðu unnið fyrstu fjóra leiki sína. Víkingar léku ekki í gærkvöld og féllu niður í þriðja sætið. Garpar, Skytturnar og Bragðarefir koma næst á eftir Víkingum, eru nú með átta stig og er staðan jöfn í innbyrðis viðureignum þessara liða þannig að árangur í skotum að miðju ræður röð liðanna. Öll liðin í mótinu eiga nú þremur leikjum ólokið nema Bragðarefir sem eiga aðeins tvo leiki eftir. Toppliðin tvö, Mammútar og Norðan 12 eigast við í næstu umferð og reyndar eiga þrjú af fjórum efstu liðunum öll eftir að leika innbyrðis, þ.e. Mammútar, Norðan 12 og Garpar.
Til gamans er hér yfirlit um það hvaða leiki hvert lið fyrir sig á eftir:
Mammútar: Norðan 12, Garpar, Fálkar
Norðan 12: Mammútar, Garpar, Fífurnar
Víkingar: Fífurnar, Skytturnar, Riddarar
Garpar: Kústarnir, Mammútar, Norðan 12
Skytturnar: Fálkar, Víkingar, Svarta gengið
Bragðarefir: Fífurnar, Riddarar
Fífurnar: Víkingar, Bragðarefir, Norðan 12
Riddarar: Svarta gengið, Bragðarefir, Víkingar
Kústarnir: Garpar, Fálkar, Svarta gengið
Svarta gengið: Riddarar, Kústarnir, Skytturnar
Fálkar: Skytturnar, Kústarnir, Mammútar
Úrslit gærkvöldsins:
Riddarar - Garpar 4-8
Bragðarefir - Svarta gengið 7-1
Skytturnar - Norðan 12 5-8
Fífurnar - Fálkar 7-2
Nú verður gert hlé á keppni fram yfir páska en vakin er athygli á að næsta umferð verður leikin þriðjudagskvöldið 25. mars þar sem skipt var á því kvöldi og miðvikudagskvöldinu vegna úrslitakeppni í íshokkí. Við fáum svellið það kvöld á sama tíma og venjulega á miðvikudagskvöldum.
Leikir þriðjudagskvöldið 25. mars:
Braut 2: Skytturnar - Fálkar
Braut 3: Mammútar - Norðan 12
Braut 4: Fífurnar - Víkingar
Braut 5: Kústarnir - Garpar
Ísumsjón: Garpar, Víkingar, Fífurnar, Kústarnir.